Skilmálar

 

Almennt

Tilbod24.is er í eigu Nordic Media ehf. Kt. 691215-0160 - vsk nr. 122577 

 

Við kaup á vöru eða þjónustu á vefnum okkar, Tilbod24.is gilda skilmálar sem skilgreindir eru í neytendalögum, en þau lög má finna hér - Lög um neytendakaup nr. 48/2003 - Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000

 

Þó starfsfólk Tilbod24.is sé samviskusamt og duglegt upp til hópa geta því orðið á mistök. Tilbod24.is áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu á pöntun til dæmis vegna rangra verð- eða magnupplýsinga í vefverslun.

 

Ábyrgð

Ábyrgðir Tilbod24.is miðast við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup (tengla má finna fyrir ofan) - Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöru án samþykkis frá Tilbod24.is. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar á vöru.

Tilbod24.is áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun sé í samræmi við skilmála laga, innan eðlilegra tímamarka.

Rétt er að taka fram að ábyrgð er ekki staðfest nema kvittun fyrir kaupum sé framvísað.

 

Leiki grunur á að vara sé gölluð skal hafa samband við starfsfólk tilbod24.is í síma 551-2224 eða með tölvupósti á netfangið tilbod@tilbod24.is

 

Skilaréttur/Skilafrestur

Það er lítið mál að skila eða skipta vörum sem keyptar eru á vef Tilbod24.is, hafið samband í síma 551-2224 eða sendið tölvupóst á netfangið tilbod@tilbod24.is - Við miðum þó við að skilafrestur sé 14 dagar frá afhendingu vöru og háður því að varan sé í upprunalegu ástandi og framvísað sé kvittun fyrir kaupunum.

 

Sé vöru skilað er í boði að fá endurgreitt með sama hætti og greitt var fyrir vöruna eða með inneign á Tilbod24.is

 

Greiðslur

 Viðskiptavinum tilbod24.is er boðið upp á að greiða fyrir vörur með debetkorti, kreditkorti eða millifærslu.

 

Debetkort / Kreditkort:

Greitt er fyrir vörur í vefverslun Tilbod24.is með greiðslukortum í gegnum örugga greiðslugátt hjá DalPay.

Dalpay Retail er endursöluaðili fyrir Nordic Media ehf., sem á og rekur Tilboð24.is. Á kreditkortayfirliti þínu mun standa +354 412 2600.

 

Allar upplýsingar um Dalpay má finna hér.

 

Millifærsla:

Greitt er fyrir vörur með millifærslu á bankareikning Nordic Media ehf., sem á og rekur vefinn. 

 

Ferlið er einfalt, kaup eru staðfest og hakað við "millifæra" - Því næst er millifært og kvittun send á þjónustuver Tilboð24.is og kennitala kaupanda notuð sem skýring. Þegar þjónustufulltrúi staðfestir að greiðsla sé móttekin er varan send af stað.

 

Reikningsnúmer Nordic Media ehf.: 0142 - 26 - 012188 og kennitalan er 691215-0160